Vissi lengi af Aldin í Landsyfirréttarhúsinu við Lækjartorg án þess að langa þangað. Fjórir grænmetisréttur, fiskur og kjöt af skenk er ekki mín hugmynd um matgæði. En hollt er þetta án efa. Lax var óhjákvæmilega ofeldaður. Fyrir 1890 krónur í hádeginu fer ég frekar á einhvern fiskréttastað í miðbænum. Þar kann fólk að höndla fisk og veitir líka fulla þjónustu. Húsið er fagurt og innviðir aðlaðandi, en húsbúnaður er mötuneytislegur. Notalegra er undir súð á efri hæðinni. Sennilega væri minningin um heimsóknina betri, hefði ég valið súrdeigsbrauð frá Sandholt eða sætabrauðið, sem bakað er á staðnum.