Atkvæðagreiðslan á morgun er eitt skref af mörgum til betra þjóðfélags. Segi nógu margir já við nýrri stjórnarskrá, þora alþingismenn ekki að fikta of mikið í frumvarpinu í vetur. Þótt það sé ekki fullkomið að gerð, verða allar breytingar Alþingis til hins verra, það máttu bóka. En atkvæðagreiðslan er ekki síðasta skrefið. Þú mátt ekki halda, að baráttunni sé þar með lokið. Í vor þarftu að hindra, að bófaflokkar nái aftur meirihluta á Alþingi. Losa okkur við heljartök bófa á ríkisvaldinu og skipta út núverandi þingmönnum. Kosningin er bara eitt skref í réttu áttina, frá þjófræði til lýðræðis.