Ærandi þögn

Punktar

Þrír fjölmiðlar birta reglulega kannanir á fylgi flokka og ýmsum pólitískum viðfangsefnum dagsins. Í skoðanakönnunum svara Ríkisútvarpið, Morgunblaðið og Fréttablaðið öllum spurningum, sem lagðar eru fyrir kjósendur, svo sem IceSave. Að þessu sinni hafa þeir ekki gert það. Engar tölur hafa enn verið birtar hjá þeim um fylgi við nýja stjórnarskrá og mikilvægustu þætti hennar. Ærandi þögnin vekur athygli, en Davíð, Ólafur og Páll sitja fast við sinn keip. Örugglega pólitísk ákvörðun. Í þágu Sjálfstæðisflokksins, kvótagreifa og annarra, sem telja hagsmunum sínum bezt borgið með sem minnstri athygli.