Virðulegt Guardian segir í leiðara, að Karl Bretaprins sé svo klikkaður, að hann sé hættulegur samfélaginu. Blaðið segir ekki frá lesendabréfum hans, sem höfð eru í flimtingum á ritstjórnum brezkra blaða. Leiðarinn fjallar um bréf, sem ríkisarfinn hefur sent ráðherrum með undarlegum óskum um aukið afturhald á ýmsum sviðum. Dómari bannaði birtingu bréfanna. Séu þess eðlis, að þau geti skaðað getu prinsins til að vera Bretakóngur í fyllingu tímans. Lokaorð leiðarans eru. að dómurinn sé “ cover up for the constitutionally dubious blunderings of an indulged and even dangerous dauphin.”