Engin könnun enn

Fjölmiðlun

Skrítið er, að engin könnun um væntanleg úrslit kosninganna skuli hafa verið birt. Komið er fram í síðustu viku fyrir kjördag, bara þrír dagar eftir til kosninga. Mér finnst þetta nánast grunsamlegt, þótt ég vilji forðast að vera vænisjúkur. Fjölmiðlar hljóta að sjá sér hag í að skúbba með skoðanakönnun. Eru þeir að leyna einhverju fyrir okkur af ásettu ráði? Eða er einhver að segja þeim að vera ekki að tromma upp áhuga á kosningunni? Ef ekki birtist neitt um könnun síðar í dag, er eitthvað alvarlegt athugavert við fjölmiðla okkar. Þjóðin á rétt á að vita, hvernig landið liggur í kosningabaráttunni.