Sáraeinföld kosning

Punktar

Spurningar þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru einfaldar og öllum skiljanlegar, er skilja vilja. Spurt er um nýja stjórnarskrá og um nokkur álitamál í henni. Forsagan er, að haldinn var þjóðfundur, sem lagði línurnar. Síðan var kosið stjórnlagaráð, sem Hæstiréttur Flokksins ógilti tæknilega. Alþingi valdi sama fólk í nýtt stjórnlagaráð, sem varð einróma sammála um uppkast á nótum þjóðfundarins. Alþingi ber uppkastið undir þjóðina til að kanna stuðninginn. Þegar tölurnar eru komnar upp úr kössunum, heldur Alþingi áfram með málið. Einfalt lýðræði í framkvæmd. Láttu ekki vonda lagatækna rugla þig í ríminu.