Berlín og Reykjavík

Ferðir

Matardeildir stórmarkaða í Berlín hafa endalausar vínhillur. Og víðáttumikil svæði unninna kjötvara, þar sem fá má óteljandi gerðir af bjúgum og pylsum. Úrval af öllu er miklu meira en í Reykjavík. Hins vegar eru veitingahúsin ekkert betri en reykvísk hús, ekki einu Adlon og Fischers Fritz, með tvær stjörnur í Michelin. Yfirleitt er Prússland ekkert Mekka matargerðarlistar, Bæjaraland er mun fremra. Beztir eru hér útlendir staðir, einkum franskir. Verð á góðum stöðum er oft 70% hærra en hér og á stjörnustöðum 100% hærra. Berlín er samt með ódýrustu höfuðborgum í Evrópu í gistingu og veitingum.