Gríski harmleikurinn sýnir vanda Evrópusambandsins í hnotskurn. Hvarvetna hatar fólk þetta ágæta bandalag. José Manuel Barroso og félagar í Bruxelles eru of einfaldir til að skilja, að bandalagið þarf stuðning fólksins. Telja kontórista búa yfir öllu, sem þarf. Þessu þarf að breyta. Sömuleiðis þarf sambandið að koma sér upp sterkara aðhaldi í peningamálum. Einkum í löndum rótgróinnar spillingar eins og Grikklandi. Of lengi hefur evrópskt fé lekið inn í botnlaust rugl við Miðjarðarhafið. Evrópusambandið hefur áttað sig, er byrjað að bæta aðhaldið. En jarðsambandið við almenning er enn í lamasessi.