Þjóð í afneitun

Punktar

Þjóðremba og vænisýki og afneitun Grikkja vex daglega. Þjóðin kaus áratugum saman yfir sig mestu lýðskrumara hvers tíma. Sýpur seyðið af algerri vangetu við að halda uppi lýðræði. Gríska ríkið er á hvínandi kúpunni og vill ekki spara. Hefur mánuðum saman verið haldið uppi af neyðarlánum. Því oftar sem þau framlengjast, því trylltari eru Grikkir í þjóðrembu, vænisýki, afneitun. Verða senn að lýsa ríkisgjaldþroti. Verri en Íslendingar. Geta ekki haldið úti atvinnulífi, helmingur unga fólksins án vinnu. Verða senn að hverfa frá evru, taka upp drökmu, fara upp í sveit og borða það, sem þeir geta ræktað.