Mistök leiðarahöfundar

Punktar

Leiðarasmiður Wall Street Journal gerir sömu mistök og flestir hagfræðingar um kvótakerfið. Greinir ekki sundur óskylda þætti þess. Blandar skömmtun kerfisins saman við eignarhald á kvóta. Auðvitað er kvótinn gott dæmi um “commons”, sameiginlegt beitiland. Hann fattar ekki, að auðlindin er falinn í sjálfri skömmtuninni, ekki í fiski, eignarhaldi eða í skorti á greiðslum fyrir aðgang að kvóta. Eðlileg umgjörð skömmtunar fyrir aðgang að “commons” er uppboð á takmörkuðum fjölda veiðileyfa. Allt annað eru aukaatriði, sem koma “commons” ekki beinlínis við. Ég tek því ekkert mark á Brian Carney.