Nærri hálfur Sjálfstæðisflokkurinn bíður komu lausnarans, Davíðs Oddssonar, sem nú endurskrifar söguna í Mogga. Davíðistar á borð við Björn Bjarnason og Styrmi Gunnarsson sækja fram í breiðri víglínu. “Alræmd” búsáhaldabyltingin er sögð ein af orsökum hrunsins, ekki eftirköst. Sama má segja um stjórnina. Björn vill beita forvirkum rannsóknarheimildum til að hindra aðra eins aðför skríls að göfugum stjórnendum. Davíð skipuleggur líka framtíðina með því að láta Styrmi gera Árna Pál Árnason að formanni Samfylkingarinnar. Hrunverjar hafa gott fylgi. Áður en hendi er veifað, verður það komið aftur til valda.