Embættismenn og kontóristar eru farnir að taka fram fyrir hendur pólitíkusa. Á fésbók sá ég þá skýringu, að pólitíkusar væru svo lengi að ákveða sig, að kontóristar yrðu að hlaupa í skarðið. Að vísu eru fleiri en pólitíkusar lengi að hugsa, svo sem dæmi ríkisendurskoðanda sýnir. Og í bráðræði gerast kontóristar pólitíkusar. Þannig neitar Orkuveitan að hlýða eigendastefnu fyrirtækisins. Þannig byrjar Landsvirkjun að undirbúa borun í Bjarnarflagi “til að vinna sér í haginn”. Þannig segist forstjóri fjármálaeftirlitsins ekki vilja aðskilnað fjárfestingabanka og viðskiptabanka núna. Lýðræði hvað?