Rangur bæklingur

Punktar

Enn hefur Háskóli Íslands orðið sér til skammar. Kynningarbæklingur hans um stjórnarskrána er ónothæfur vegna falsana hans um þjóðkirkjuna. Segir meðal annars, að fyrirkomulagið sé víða notað í Evrópu. Rangt, víðast í Evrópu hafa þjóðkirkjur verið lagðar niður sem slíkar. Enda brjóta þær í bága við mannréttindasáttmála um trúfrelsi. Kaflinn um þjóðkirkjuna er víst saminn í kristinfræðideild háskólans, sem áður vakti athygli fyrir undarlegar glærur með fyrirlestrum. Úrelt er, að ein kirkjudeild hafi forgang að ríkisvaldinu. Og kristinfræðideild við annars flokks háskóla er ekki ávísun á virðingu.