Leitið úti í bæ

Punktar

Óttast, að Árni Páll Árnason verði formaður Samfylkingarinnar. Hann er þar í röngum flokki, á að vera í bankavinaarmi Sjálfstæðisflokksins. Er laus við að vera krati. Ég óttast líka, að Katrín Júlíusdóttir verði formaður. Er að vísu krati, en Magnitogorsk-stóriðjukrati að hætti gamalla sósíalista, alveg laus við að vera græn. Er einnig haldin svipaðri auðmannaást og Árni Páll. Þau eru arfur frá brezkum Blair-isma. Samfylkingin á að finna einhvern annan en þingmann til að vera formaður. Þinglið flokksins er dapurt og sumpart of langt til hægri. Samfylkingin á að reyna að fá sér nýjan formann utan úr bæ.