Ríkisendurskoðandi hefur árum saman legið á hrikalegri skýrslu um gæfulausa meðferð fjársýslustjóra á fjármunum skattgreiðenda. Vissulega eiga báðir að víkja úr starfi meðan málið er rannsakað betur. Framganga beggja í sjónvarpi er síður en svo traustvekjandi. En Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður segir málið snúast um annað: Stjórnarsinnar hindri, að ríkisendurskoðandi komist í að skoða frumvarp til fjáraukalaga. Sem er þó á alþingisvefnum, sýnilegt mér og þér. Sama rugl er að baki fullyrðinga um, að gagnrýni á renda feli í sér hefnd pólitíkusa fyrir gagnrýni hans á ráðherra. Þannig er þyrlað upp ryki.