Eins og heitar lummur rjúka iPhone símar út á 180.000 krónur og biðlistar myndast. Göturnar fyllast af fimmtán milljón króna jeppum. Innkaupakörfur fólks í stórmarkaðnum sannfæra mig um, að meira en hálf þjóðin hefur það mjög gott. Og rúmlega hálf þjóðin ferðast árlega til útlanda. Þarf ekki að velta fyrir sér hundraðþúsundköllunum. Á sama tíma á tæplega hálf þjóðin erfitt með að ná endum saman, sumir mjög erfitt og kannski tíu af hundraði ráða tæpast við það. Misskipting er of mikil hér á landi. Þess vegna ber að hækka skatta, einkum fjármagnstekjuskatt og benzíngjöld. Og auka velferðina.