Ákvarðanir, sem teknar voru, þegar vitfirringin stjórnaði landinu, eru enn í sjálfvirku ferli, sem enginn virðist stöðva. Verkfræðingar Vegagerðarinnar eru enn að reyna að fá að grafa gegnum meira en þúsund ára gamlar þjóðleiðir í Gálgahrauni. Þeir verkfræðingar eiga enga sagnfræði, enga menningu, engan grunn í forsögu kynslóðanna. Vaða bara um með ýtur og trukka eins og landið allt sé einn húsgrunnur. Þegar almenningur fer að skilja ástandið og byrjar að reyna að vinda ofan af ruglinu, virðist það vera ókleift. Rótlausir verkfræðingar eru enn að hamast við að reyna að fá að eyðileggja Gálgahraun.