Skítugasta bragð viðskiptabófa var að taka lán í banka og fela féð. Lánið var skuldað af einni kennitölu og peningarnir í eigu annarrar kennitölu. Svo fór fyrra félagið á hausinn og milljarðar voru afskrifaðir. Peningarnir voru samt til, venjulega á aflandseyjum. Síðan bjó Seðlabankinn til forgang fyrir þetta fé í gjaldeyrisviðskiptum, þegar það kemur til baka. Viðskiptabófinn notaði loks peningana til að sölsa undir sig fyrirtæki. Heimild Seðlabanka til að taka inn aflandsfé átti ekki að ná til þessa þvottar. Samt er bankinn samt farinn að stunda peningaþvottinn. Gamla Ísland er enn á fullu svingi.