Jóhanna er lömuð önd

Punktar

Jóhanna Sigurðardóttir hefur tilkynnt brottför sína úr pólitík. Býðst þó til að starfa fram að kosningum. Það gengur alls ekki. Samfylkingin þarf tíma til að kynna nýjan formann og forsætisráðherra. Sá eða sú þarf að taka til starfa ekki síðar en um áramót. Leiðtogi, sem lýsir yfir starfslokum sínum, verður þaðan í frá það, sem engilsaxar kalla lömuð önd. Miklu líklegra er, að flokkur hennar nái vopnum sínum, ef eftirmaður fær að kynna sig í tæka tíð. Ég veit svo sem ekki, hversu gæfulegur eftirmaðurinn verður. Kannski verður það bara einn hrunverjinn enn og þá er verr af stað farið en heima setið.