Fjögur ár eru frá hruni og nýjustu fréttir toppa ruglið. Rendi sefur áratug á upplýsingum um tuttugföldun kostnaðar við spillingu í útboðum ríkisins. Og svo er það slitastjórn Glitnis, sem skammtaði sér 280 milljónir króna í laun fyrir árið 2011. Fyrir fimm áratugum fattaði ég, að lagatæknar líta almennt á skilanefndir sem auðvelda aðferð við að komast yfir fé. En græðgin var þó tempruð í þá daga. Við hrun varð siðblindan alger og græðgin kunni sér engin efri mörk. Auðvitað ættu Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson að vera á Litla-Hrauni. En þau skipa enn slitastjórnina eins og ekkert hafi gerzt.