Sé ekki betur en að Ríkisendurskoðandi hafi árum saman leitast við að bregða hulu yfir afglöp forstjóra Fjársýslunnar. Hefur leynt umbeðnum gögnum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fjárlaganefndar til að rukka þau inn. Þannig hefur prentuð skýrsla um sukkið legið falin í skúffu Sveins Arasonar í nærri þrjú ár. Þrjú ár, hafið þið heyrt annað eins. Annað hvort er á ferðinni ótrúleg heimska eða samsæri embættismanna um að hindra vitneskju um tröllaukna spillingu í kerfinu. Ekki var heldur trúverðugt vælið í Birni Vali Gíslasyni í Kastljósi. Virtist gera sér takmarkaða grein fyrir alvöru og umfangi máls.