Margt hef ég séð á langri ævi í blaðamennsku, en aldrei annað eins fyrirbæri og Ríkisendurskoðanda. Ofan á ævintýralega heimsku og töf í meðferð skýrslu um gerspillt ríkisviðskipti við Skýrr. Kemur þá ekki útskýring Renda. Felur í sér, að óábyrgt og ljótt sé að leka upplýsingum og birta þær. Hvaðan kemur þessi Sveinn Arason? Ég hef lengi talið, að margir embættismenn væru í senn ótrúlega heimskir og hrokafullir. En Skýrr-hneykslið sprengir alla skala. Fleiri hafa glatað trausti í þessu máli. Einkum forstjóri Fjársýslunnar, Gunnar H. Hall, sem undirritaði hina tröllslega spilltu samninga við Skýrr.