Jóhanna einvaldur

Punktar

Jóhanna Sigurðardóttir stjórnar Samfylkingunni og ríkisstjórninni með harðri hendi. Lýsti nú sú síðast yfir efnislega, að Samfylkingin mundi ekki starfa með neinum flokki eftir kosningar. Engum, sem ekki vill klára aðildarsamning við Evrópusambandið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Erfitt er að sjá, að Vinstri grænir njóti náðar Jóhönnu eftir kosningar í vor, hvað þá aðrir flokkar. Samfylkingin getur ekki annað en hlýtt Jóhönnu, því að flokkurinn hefur ekkert foringjaefni. Með yfirlýsingu einvaldsins stimplar flokkurinn sig í stjórnarandstöðu næsta vor, þótt Evrópustefnan dugi til 25% atkvæða.