Saumað að íslenzku

Fjölmiðlun

Hingað til hélt ég, að íslenzk tunga væri á sæmilegu róli í nútímanum. Vel hefði tekizt að búa til orð um hafsjó tæknilegra og vísindalegra hugtaka. Stéttarfélög verkfræðinga og tæknimanna hefðu treyst stöðu tungumálsins á þeim sviðum. Líka væri íslenzka á fjölþjóðlegum tölvustöðlum og talgervlum. Nú berast fréttir af fjölþjóðlegri könnun, sem virðist hafa leitt í ljós, að staðan sé mun lakari. Íslenzka sé eitt af tuttugu tungumálum í Evrópu, sem eigi á hættu að missa af lestinni. Ekkert er íslenzku þó eins hættulegt og greinilegt áhugaleysi ungra fjölmiðlunga á tungumálinu sem atvinnutæki sínu.