Mín tilfinning er, að stefnubreyting gegn erfðabreyttri vöru hafi orðið í samfélaginu í haust. Fólk vill ekki bara, að erfðabreytt matvæli séu merkt. Það vill líka geta rakið, hvort erfðabreytt fóður sé að baki lambakjöti og annarri búvöru. Gegn þessari þróun hafa barist fræðimenn, sem hafa hagsmuna að gæta, einkum á vegum ORF Líftækni. Þeir hafa orðið að lúta í lægra haldi í umræðunni. Slæmar fréttir berast sífellt að utan, einkum um Monsanto, sem orðinn er hataðasti bófaflokkur heims. Mín tilfinning er, að tíðari fréttir muni berast hingað næstu misserin. Bann við erfðabreyttu verði kosningamál.