Sneypa framsóknar-föðurins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur bendir til breyttrar stefnu dómara. Eru líklega að byrja að átta sig á, að okkar dómvenja síðasta áratugs stríðir gegn evrópskri dómvenju. Sem við höfum samt lofað skriflega að virða. Hugtökin meiðyrði og einkalíf hafa breytt hér um merkingu á þessum tíma og vikið frá samevrópskum skilningi. Því hefur orðið að vísa nokkrum meiðyrðamálum út til Evrópu. Í öllum tilvikum hafa íslenzku dómarnir verið hraktir. Óratíma hefur tekið dómarana að átta sig á öngstræti sínu. Sýkna Teits Atlasonar bendir til, að sumir séu loksins að fatta villu síns vegar.