Víða um heim vilja menn mega vera móðgaðir og láta gera eitthvað í málinu. Ekki bara múslimar, sem verða óðir, þegar spámaðurinn er móðgaður. Hér á landi vilja menn fá að móðgast og fá eitthvað gert í málinu. Dómstólar hafa oft tekið undir þetta og jafnvel látið hina móðguðu ráða, hvað flokkist sem móðgun. Túlki þeir eitthvað sem móðgun, er það talið vera móðgun. Sú hugsun er öngstræti. Ekki á að koma kerfinu við, þótt menn vilji teljast móðgaðir. Í vestrænu samfélagi þarf að móðga fólk til að hindra doða og stöðnun. Því miður fækkar þeim, sem skilja, að móðgun getur verið nauðsynleg upplýsing.