Sæluríki bófa

Punktar

Baldur Guðlaugsson er frjáls eftir að hafa afplánað sex mánuði af 24. Hann er kominn til vina sinna á lagatæknastofunni Lex. Samfélagsþjónusta er það kallað. Hvaða samfélagsþjónusta er það? Næst fá Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson að afplána sem útkastarar á Monte Carlo barnum. Í máli Baldurs hefur Fangelsisstofnun þverbrotið öll lög um fangavist. Forstjórinn og ráðherrann þurfa að sæta ábyrgð. Með sama framhaldi þarf engin fangelsi hér á landi. Bófarnir fara bara á Grand Hótel. Embættiskerfið er gegnrotið. Hvergi í Evrópu, ekki einu sinni á Ítalíu, er þvílíkt rugl sem á Íslandi.