Ofstæki heittrúarmanna

Punktar

Framferði Bandaríkjanna í þriðja heiminum er samfellt hneyksli. Eru samfellt í stríði við ýmis minni máttar ríki og ógna öðrum. Til dæmis Íran um þessar mundir. Sáir ekki bara hatri í garð Bandaríkjanna, heldur til Vesturlanda almennt. Vandræðin, sem múslimar valda um heim allan, stafa þó aðeins að litlu leyti af þessu. Yfirleitt eru það uppákomur, sem tengjast móðgelsi. Svo sem út af skopmynd af spámanninum eða klippum af ofstæki klerka íslams. Að svo miklu leyti sem múslimar valda vandræðum, stafar það af trúarofstæki heittrúarmanna. Er ekki afleiðing meintrar heimsvaldastefnu Vesturlandabúa.