Öfga-áróðursvél

Punktar

Fraser stofnunin í Kanada er ein af mörgum áróðursstofnunum hægri sinnaðrar frjálshyggju. Mælingar, sem sú stofnun gerir á meintu atvinnufrelsi landa, eru gersamlega marklausar. Mæla bara, hversu langt ríki eru komin á leið til öfga-frjálshyggju á hægri vængnum. Hvort Ísland fer úr einhverju sæti á þeim lista í annað sæti skiptir okkur nákvæmlega engu. Þegar forstöðumaður Fraser kemur til Íslands, er það þáttur í tilraunum auðvaldsins til að beygja okkur undir sig. Michael Walker mætir á fund með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og áhangendum hans. Það er og verður sértrúarsöfnuður, áfram á undanhaldi.