Í fótspor Ingólfs

Punktar

Alþingi og Reykjavíkurborg hafa látið eyðileggja merkustu fornminjar okkar. Steinlögð stétt landnámsaldar frá landnámsbænum að Tjörninni hefur verið rifin upp og flutt á Árbæjarsafn. Þar verður hún vafalaust lögð út aftur. En það er ekki sama og upprunalega stéttin í Kvosinni. Hér stendur að verki fólk, sem hefur engan skilning á sögulegum verðmætum. Stéttina ber að flytja aftur á sinn upprunalega stað og hlúa að henni þar. Helzt að gera fólki kleift að ganga eftir henni í fótspor landnámsmanna, þegar þeir fóru með fötur sínar suður að Tjörninni að sækja ferskvatn til drykkjar og þvotta.