Greifavinafélagið

Punktar

Helztu fulltrúar bófaflokks kvótagreifa í fjórflokknum á Alþingi rottuðu sig saman á leynifundum innan atvinnuveganefndar Alþingis. Sömdu tillögur, sem fela í sér rækilegt fráhvarf frá þjóðarvilja, kosningaloforðum og stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. Kristján L. Möller, Einar K. Guðfinnsson, Björn Valur Gíslason og Sigurður Ingi Jóhannsson héldu öðrum fulltrúum í nefndinni utan við þessa fundi. Sem fóru samt fram með vitund og vilja ríkisstjórnarinnar. Þeir smíðuðu plagg, sem þeir afhentu henni. Með leynimakkinu er ljóst, að ríkisstjórnin og fjórflokkurinn munu ekki endurheimta þýfi kvótagreifanna.