Meðan sjónvarpið sýndi umræðu um stefnu ríkisstjórnarinnar, sá ég stefnuræðu José Manuel Barroso fyrir Evrópusambandið á þingrás BBC. Hann var byrjaður, þegar ég kom að skjánum og ekki hættur, er ég fór klukkutíma síðar að sinna öðru. Samt var karl eldhress og skóf ekki utan af hlutunum. Þið eigið ekki fyrst að samþykkja eitthvað einróma á fundi og segja svo þremur tímum síðar í sjónvarpi, að þið séuð andvígir, sagði hann. Víðar en á Íslandi reyna menn að smala köttum. Þeim sem segja eitt í Bruxelles og annað heima í eldhafinu. Þegar tilefni gefast, eru menn kallaðir aumingjar víðar en við Austurvöll.