Leiga en ekki kaup

Fjölmiðlun

Þegar þú kaupir rafbók, ertu ekki að kaupa. Skilmálarnir eru slíkir, að það er leiga, ekki kaup. Þú færð afnotarétt meðan bókin er í tölvunni þinni og meðan hún bilar ekki. Þurfir þú að skipta um tölvu eða færa þig milli tölva, verður málið flóknara. Stundum tekst að millifæra bækurnar, stundum ekki. Gömlu pappírsbækurnar geturðu þó flutt með þér milli heimila. Þú getur líka arfleitt börnin að pappírsbókum þínum, en alls ekki að rafbókum. Skilmálar rafbókasala segja, að kaupin renni út við andlát þitt. Rafbókasala er bara bókaleiga með misjöfnum endingartíma og á að verðleggjast ódýrt sem slík.