Ég styð uppkastið

Punktar

Hefði viljað sjá aðra stjórnarskrá en þá, sem Stjórnlagaráð sammæltist um. Hefði viljað ganga mun lengra, en ekki skemmra eins og lagatæknarnir Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon vilja. Þótt ég sé ekki sammála uppkastinu, virði ég ferilinn að baki þess, sem lagatæknarnir gera ekki. Enda eru þeir bara að reyna að fokka ferlinu upp. Ég virði þjóðfundinn, sem endurspeglaði skoðanaskiptingu samfélagsins. Virði samhljóða niðurstöðu Stjórnlagaráðs. Tel það einstæðan samhljóm. Tel, að uppkast þess sé mun skárra en núverandi stjórnarskrá. Þess vegna mun ég greiða atkvæði með uppkastinu 20. október.