Siðblinda í prófkjörum

Punktar

Auðvitað er spillt, að kjósandi eins flokks greiði atkvæði í prófkjöri hjá öðrum flokki. Sumir stæra sig af á fésbók og bloggi, að þeir greiði atkvæði, hvar sem þeir geta. Þeir reyna að hafa áhrif á röð fólks á framboðslistum, sem þeir styðja ekki og hyggjast ekki kjósa. Auðvitað er það spillt hugsun flokkshesta að bjóða upp á slíka spillingu. Einnig þeirra, sem notfæra sér hana. Þegar menn beinlínis stæra sig af þessu, eru þeir siðblindingjar. Þar sem þjóðin er í stórum dráttum siðblind, er brýnt, að flokkar hafi prófkjör sín á sama stað og tíma, svo að gráðugir geti bara tekið þátt á einum stað.