Á okkar forsendum

Punktar

“Á okkar forsendum” er eitt slagorða dagsins, notað til að andæfa tillögum um aukið samstarf við útlönd. Þetta er loðið orðalag, sem getur þýtt margt. Til dæmis: Við viljum fá að hafa okkar spillingu í friði. Viljum ekki, að útlendir blýantsnagarar hamli gegn því að við beitum gerræði í stað laga. Viljum ekki að forréttindakerfi landbúnaðar verði skekkt. Viljum ekki, að kvótagreifar missi þýfið, sem þeir stálu frá þjóðinni. Viljum það, sem við viljum, og við viljum það strax. Almennt þýðir “á okkar forsendum” að halda spillingu og rugli, sem hér hefur tíðkast í skjóli fávísi og einangrunar.