Falsa bókhaldið

Punktar

Það gengur ekki lengur, að ríkið falsi bókhald sitt í auknum mæli. Hér er verið að ráðast í ofsafengnar skuldbindingar, án þess að þess sjái stað í bókhaldinu. Ekki eru þar skuldbindingar vegna fjármálastofnana, þótt ríkið hafi tapað 26 milljörðum á þjóðnýtingu SpKef. Ekki er þar gert ráð fyrir tapi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins upp á 47 milljarða. Ekki er þar gert ráð fyrir kostnaði vegna Hörpunnar, Vaðlaheiðarganga, hátæknispítala eða fangelsis á Hólmsheiði. Fjármálaráðherra og ríkisstjórnin haga sér eins og bankabófar hrunverja. Leysa vanda andartaksins með því að falsa bókhaldið.