Víðerni og Hverfi 101

Punktar

Gott að vera úti á landi, ef maður á þar ekki heima. Einkum voru ósnortin víðerni notaleg. Reyni að njóta þeirra sem bezt, áður en geðveikir fræðingar krossleggja þau með raflínum. Kjölur var frábær, Víknafjöll við Borgarfjörð eystri voru frábær. Bezt var að koma aftur að hausti í Hverfi 101. Í alvöru veitingahús, sem selja súpu og fisk á tæpar 2000 krónur. Fór í Friðrik V og Sjávargrillið, sem bera af öllu, sem til er utan hverfis. Fleiri slík eru í hverfinu. Þar fæ ég ekki frosinn krækling úr Limafirði, sem á Húsavík var sagður þingeyskur. Í Hverfi 101 er lapið latté. Þar er ilmurinn frá Evrópu.