Mér kom á óvart, að Þór Saari skyldi kenna frjálshyggjupésum um andstöðuna við risavaxið sjúkrahús við Hringbraut. Hef fylgst með breiðri umræðu um málið og sé ekkert pólitískt eða hugmyndafræðilegt samsæri í henni. Kannski er Þór bara svona miklu lyktnæmari á samsæri en ég. Samt minnir þetta mig á hinar mörgu vænisjúku kenningar um dularfull öfl að baki morði Kennedys og hruni tvíburaturnanna. Ég held, að Þór þurfi meira en bara fullyrðinguna til að telja fólki trú um illt samsæri að baki andstöðunni. Meðan svo er ekki mun ég áfram telja spítalann vera umfram greiðslugetu þjóðarinnar næstu ár.