Nægar ástæður eru til að hafa efasemdir um Bjarna Benediktsson sem formann stjórnmálaflokks. Hann er ættarlaukur forréttinda og tengist ættarbraski, sem setti Sjóvá á hausinn á milljarðakostnað skattgreiðenda. Hefur gert Flokkinn að eindregnara baráttutæki forréttinda en áður var. Hins vegar er Ragnar Önundarson ekki sá rétti til að velta honum úr sessi. Var forstjóri plastkortafyrirtækis, sem stóð í víðtæku samráði gegn notendum og greiddi síðan 700 milljón króna sekt. Ítrekað hefur komið fram, að hann telur brot sitt ekki umtalsvert. Samt getur hann ekki spilað siðapostula í bófaflokki.