Seðlabankinn hefur ekki fært rök fyrir að leyfa greiðslu til kröfuhafa banka í erlendum gjaldeyri. Þetta leyfi í þágu vogunarsjóða er eins og snjóhengja, sem þrýstir niður gengi krónunnar. Skárra er að greiða þetta í krónum og létta þannig þrýstingi á gjaldmiðilinn. Skuldir þjóðarbúsins eru um 1600 milljarðar króna, of miklar fyrir færslur milli gjaldmiðla. Eru nærri 100% af árlegri landsframleiðslu. Sé greitt út í krónum, geta vogunarsjóðir reynt að fá því hnekkt fyrir dómi, en verða þá að höfða dómsmál. Reynslan bendir ekki til, að slík útfærsla á höftum mundi hnekkja erlendu trausti á Íslandi.