Hroki Steinþórs Pálssonar Landsbankastjóra er einstæður. Talar um forsætis eins og hún sé fífl úti í bæ. Jóhanna Sigurðardóttir sagði þó ekki annað en það, sem allur þorri þjóðarinnar vill: Bankar hætti að tefja endurgreiðslur með hártogunum og fari að taka mark á hæstaréttardómum. Með eindæmum er, hvernig bankar og aðrar lánastofnanir hafa hagað sér undanfarið. Ofbeldi bankabófa gengur alls ekki lengur. Sýna fulltrúum almennings dónaskap, þegar spurt er um endurreikning lána. Siðblindir hrokagikkir mega ekki setja sig lengur ofar lögum og rétti. Steinþór Pálsson sýndi þjóðinni fingurinn í gær.