Eins og annað fólk

Punktar

Bjarni Benediktsson kvartar yfir orðum Jóhönnu Sigurðardóttur um, að flokkur hans sé ekki samstarfshæfur. Túlkar það svo, að hún telji sjálfstæðismenn vera öðru vísi en annað fólk. Flokksmenn séu þó svo margir, að mér reiknast til, að þeir séu 20% þjóðarinnar. Margir fleiri kjósi hann, segir Bjarni. Auðvitað er það vandi, að fjórðungur þjóðarinnar velji bófa sér til forustu. Flokkurinn var ekki svona slæmur fyrir aldarfjórðungi. Nú er hann hins vegar skipaður slíku einvalaliði á toppnum, en enginn sómakær getur komið nálægt honum. Því kjósendur einvalaliðsins eru því miður varla eins og annað fólk.