Deilt um skuldavandann

Punktar

Sérfræðingar deila um upphæð íslenzkra skulda gagnvart útlöndum og hvort þær feli í sér eins konar snjóhengju. Frá mínum bæjardyrum séð sýnist mér, að skuldir hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, nemi þúsund milljörðum. Það er svipað hlutfall og í nálægum löndum. Skuldir fjölskyldna nema hundruðum milljarða og eru frekar lágar miðað við nálæg lönd. Erfiðast er að meta skuldir atvinnulífsins, gætu verið tvö þúsund milljarðar. Hrikaleg upphæð, sem getur leitt til eignarhalds erlendra vogunarsjóða á ótal fyrirtækjum. Hús, tæki og mannauð fyrirtækjanna geta þeir hins vegar ekki flutt utan.