Viðvörun: Kaloríur

Veitingar

Innisetufólk við tölvur má borða kannski 2000 kaloríur á dag. Út í hött er að fara upp á þau býti á veitingahús. Algengur málsverður þar er þungur, oft um 2000 kaloríur. Nýja franska eldhúsið kom fyrir rúmum fjórum áratugum og dró töluvert úr þyngslum hefðbundinnar matreiðslu. En ekki nóg. Um svipað leyti byrjaði Michel Guérard á Eugénie-les-Bains og kynnti Cuisine Minceur, matreiðslu með allt niður í 500 kaloríur. Hentar fólki, er hreyfir sig lítið og stundar ekki útivinnu í kulda. Hér á landi vantar slík matarhús. En meira en nóg er af gamaldags stöðum, sem sletta smjöri, hveiti og sykri um allt.