Jón Gunnarsson þingmaður kvartar í Mogga yfir, að þingmenn Flokksins séu “brennimerktir sem glæpamenn”. Ætti frekar að rökræða efnislega dæmin, sem rakin eru því til stuðnings: Vafningar, efnisþjófnaður, rekstur glæfrasjóða, raðgjaldþrot, skattsvik, kúlulán og milliganga um bankamútur. Jón leggur spilin á borðið og segir um gæludýr Flokksins: “Þeir, sem voga sér að skara fram úr, eru sviptir arðsvoninni og brennimerktir sem glæpamenn.” Einnig kvartar hann um, að vera “kallaður gæslumaður sérhagsmuna” vegna baráttunnar í þágu kvótagreifa. Hræddur er ég um, að kvartanir Jóns beri engan árangur.