Hef ekki hugmynd um, hvernig dómstólar höndla mál Sigurðar Einarssonar bankastjóra og sálufélaga hans. Hitt veit ég, að siðferðilega er hann með sekustu Íslendingum, sem ég veit um. Einn af höfuðpaurum hrunsins, sem olli tugþúsundum Íslendinga margvíslegum hörmungum. Samt leyfir lagatæknir hans sér að kalla ákæruna gegn honum “andstyggilega”, “grátlega og hlægilega”. Líklega verða þessi orð táknræn um sýndarveruleika varnarinnar. Veruleikinn er þveröfugur: Kæran er góð og siðleg, hluti af nauðsynlegri hundahreinsun. Allt annað mál er svo, hvort dómarar hafa burði til að dæma yfirstéttarfólk.