Undarlegar væntingar

Punktar

Stjórn og trúnaðarmannaráð sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum væla nú yfir kröfum og hótunum kvótagreifa. Fulltrúar smælingjanna voru áður búnir að sleikja tær kvótagreifanna og styðja grátstafi þeirra vegna eignarhalds á kvóta. Nýjustu vendinguna kalla sjómenn “rýtingsstungu”, undarleg laun fyrir samstöðuna. Sjómenn hafi “staðið eins og klettar við hlið útgerðarmanna og mótmælt harðlega auðlindagjaldslögunum”. Við hverju bjuggust þessir aular? Og við hverju bjuggust sveitastjórnarmenn, sem grétu með greifunum? Hvenær sem það hentar ríkum greifum, munu þeir sparka í sjómenn og sveitarfélög.