Mat ráðgjafa McKinsey & Co. er, að orkuver hafi lægsta framleiðni peninga af öllum atvinnugreinum landsins. Einnig, að lág framleiðni sé helzta böl okkar í samanburði við nálægar þjóðir. Við verðum því að auka framleiðni peninga. Gerum það ekki með því að lækka laun og þrengja lífskjör. Heldur með því að bæta rekstur á annan hátt. Fremst á óskalistanum eru þar raforkuverin. Því miður leiddi óðagot í stóriðjustefnu til útsöluverðs á orku. Óðagotið verður að stöðva. Byrjum loksins á að heimta sanngjarnt verð fyrir selt rafmagn til stóriðju. Þjóðin hefur ekki lengur efni á hinni stjórnlausu stóriðjufíkn.